© 2024 Tix Miðasala
Hannesarholt
•
7. desember
Jólatónleikar með Ingibjörgu Steingríms
Tónlistarkonan Ingibjörg Steingrímsdóttir býður ykkur hjartanlega velkomin á jólatónleika í Hannesarholti laugardaginn 7. desember kl. 20.
Vegna góðra undirtekta sem tónleikarnir hlutu síðustu jól hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn í ár.
Efnisskráin mun innihalda blöndu af sígildum jólalögum og dægurlögum úr ýmsum áttum. Auk þess verða ýmis lög af væntanlegri plötu Ingibjargar frumflutt.
Ásamt Ingibjörgu koma söngkonan Zoë Vala Sands og sellóleikarinn Yana Prykhodko fram á tónleikunum.