© 2025 Tix Miðasala
Hof
•
30. nóvember
Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN og píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson eru kunnug flestum landsmönnum eftir að hafa komið víða við í sinni tónlistarsköpun undanfarin ár. Hljómplata þeirra, Tíu íslensk sönglög, sló rækilega í gegn við útgáfu hennar árið 2022 og nú hafa þau slegið höndum saman á ný og hljóðritað splunkunýja hljómplötu með jólalögum. Nokkur jólaleg lög kemur út 22. nóvember og inniheldur lög á borð við Yfir fannhvíta jörð, Komdu um jólin, Heim til þín og fleiri perlur. Auk þess að innihalda fyrsta söngdúett GDRN og Bríetar inniheldur platan frumsamið lag eftir GDRN og Magnús sem KK flytur með þeim.
Norðlendingar geta átt von á jólalegri og hugljúfri kvöldstund í Hömrum í Hofi þann 30. nóvember nk. Jólalög plötunnar verða flutt í bland við önnur þekkt lög tvíeykisins.
GDRN hefur látið mikið á sér kræla í íslensku tónlistarlífi frá því að hún gaf út sína fyrstu breiðskífu, Hvað ef, árið 2018. Sú hljómplata hlaut fjölda tónlistarverðlauna, tilnefningu til tónlistarverðlauna norðurlanda og mikla athygli. Síðan þá hefur hún sent frá sér fjölda laga í samstarfi við aðra listamenn sem og tvær sólóplötur til viðbótar. GDRN, árið 2020 og Frá mér til þín, árið 2024. Auk tónlistarferilsins lék hún eitt aðahlutverkanna í Netflix seríunni Kötlu.
Magnús Jóhann Ragnarsson hefur verið mikilvirkur í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár sem píanóleikari, upptökustjóri, tónskáld og ýmislegt fleira fyrir fjölda listamanna. Hann hefur gefið út sex plötur undir eigin nafni og tvær stuttskífur. Síðast gaf hann út hljómplötuna Fermented Friendship með Óskari Guðjónssyni, saxófónleikara. Magnús var valinn tónlistarflytjandi ársins á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2023 og hefur undanfarið annast tónlistarstjórn í sjónvarpsþáttunum Idol. Bubbi Morthens, Friðrik Dór, Bríet, Ingibjörg Turchi, Skúli Sverrisson og Moses Hightower eru á meðal þess þverfaglega fjölda listafólks sem hann hefur starfað með.