Hýrar hátíðir - Hinsegin hátíðartónleikar

Salurinn

5. desember

Hvað er hýrara en hátíðirnar? Marglit ljós, glitrandi stjörnur, litskrúðugir pakkar og óvæntir glaðningar! 

Söngvararnir Helga Margrét, Vigdís Þóra og Villi Ósk færa þér ylhýr jólalög ásamt frábærri hljómsveit. Öll hýrustu jólalögin, lög eftir hinsegin tónskáld og flytjendur, ásamt öllum okkar uppáhalds lögum. Fylltu hjartað af kærleika, tilhlökkun og öllum litum regnbogans.

Hugljúf og skemmtileg jólastund þar sem það er pabbi, en ekki mamma, sem kyssir jólasveininn.  

Söngvarar: Helga Margrét Clarke, Villi Ósk Vilhjálms & Vigdís Þóra Másdóttir

Píanó: Sara Mjöll Magnúsdóttir

Bassi: Birgir Steinn Theodorsson

Trommur: Þorsteinn Jónsson

Saxófónn: Ólafur Jónsson

Trompet: Elvar Bragi Kristjónsson

Tónleikarnir eru styrktir með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger