© 2024 Tix Miðasala
Jarðböðin, Mývatni
•
7. desember
Ekki missa af hinu árlega jólabaði Jólasveinanna í Dimmuborgum sem verður í Jarðböðunum við Mývatn þann 7. desember kl. 16:00. Bræðurnir eru misglaðir með þessa hefð og sumir gætu hugsað sér margt annað skemmtilegra að gera rétt fyrir jól. En í bað skulu þeir og við mælum með að þú látir þig ekki vanta á þennan einstaklega áhugaverða bað-viðburð!
Ef þig langar til að hitta Jólasveinana í Dimmuborgum á heimaslóðum sínum að þá getur þú bókað miða til að heimsækja þá hér, en þeir taka á móti gestum vel valda daga á aðventunni.