© 2025 Tix Miðasala
Dægurflugan
•
30. nóvember
Hin sögufræga hljómsveit Brunaliðið kemur saman í Eldborg, Hörpu, þann 30. nóvember nk.
Þetta verður í fyrsta skipti sem Brunaliðið heldur jólatónleika þar sem allar perlurnar af hinni frábæru jólaplötu "Með eld í hjarta" verða fluttar ásamt bestu lögum Brunaliðsins og liðsmanna þess.
Sveitin samanstendur af: Röggu Gísla, Magga Kjartans, Pálma Gunnars,· Ladda og Diddú ásamt einvala liði hljóðfæraleikara undir styrkri stjórn Þóris Úlfarssonar.
Súpergrúbban varð gríðarlega vinsæl frá því hún var fyrst stofnuð árið 1978 og allt til dagsins í dag þó hún hafi formlega hætt í mars árið 1980.
Þó þau hafi verið stutt saman þá sendi Brunaliðið frá sér fjórar plötur á þessum skamma tíma, þrjár breiðskífur og eina smáskífu.
Ein af þessum breiðskifum var Jólaplatan "Með eld í hjarta". Óhætt er að segja að hún sé löngu orðin sígild og til á flestum heimilum landsins enda voru bara súper lög á henni eins og súpergrúppu sæmir.
Lög eins og Það á að gefa börnum brauð, Eitt lítið jólalag, Jóla jólasveinn, Þorláksmessukvöld, Einmana á jólanótt, Yfir fannhvíta jörð, Leppalúði og mörg fleiri sem meðlimir hópsins hafa komið að í gegnum tíðina.
Ljóst er að það verður söguleg stund í Eldborg Hörpu þann 30. nóvember þegar bandið kemur saman aftur og flytur þessi frábæru jólalög sem og öll hin ódauðlegu Brunaliðs lögin.
Umsjón: Dægurflugan ehf.
Fyrir frekari upplýsingar og forsölu, skráðu þig hér