Jóladraumar - Íslenski dansflokkurinn

Borgarleikhúsið

22. desember

JÓLADRAUMAR

Dansverk fyrir alla fjöskyldu eftrir Ingu Maren Rúnarsdóttur 

Jóladraumar er danssýning fyrir alla fjölskylduna um leitina að hinum sanna jólaanda. Einvala lið listamanna stendur að sýningunni þar sem hugað er að hverju smáatriði svo úr verður töfrandi ævintýraheimur sem lætur engan ósnortin. Í lok sýningar er svo slegið upp jólaballi og gefst áhorfenum kostur á að stíga á sviðið og dansa í kringum “sprell-lifandi” jólatré.

Fyrir og eftir sýningu býðst gestum einnig að velja sér fallegt jólakort, skrifa jólakveðju til ástvina og stinga í rauðan póstkassa fyrir framan sviðið. Pósturinn sér svo um að koma kveðjunni á réttan stað fyrir jól.  

Við hlökkum til að eiga notalega stund með ykkur á aðventunni.

Gleðilega JÓLADRAUMA

Íslenski dansflokkurinn

Dansarar: Sara Lind Guðnadóttir, Shota Inoue, Emilía Benedikta Gísladóttir, Harpa Arnardóttir

Myndir úr sýningunni

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger