© 2024 Tix Miðasala
Þjóðleikhúsið
•
18 sýningar
Miðaverð frá
4.950 kr.
Ástsæl og sígild saga - nú loks á leiksviði
Undurfalleg og heillandi ný leiksýning fyrir yngstu börnin, byggð á bók sem hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að hún kom fyrst út árið 1985 og hefur unnið sér sess sem sígild perla innan íslenskra barnabókmennta.
Þegar Gunnjóna þarf á gamals aldri að flytja úr sveitinni sinni í borg stendur hún frammi fyrir ýmsum áskorunum sem fylgja því að aðlagast nýjum heimkynnum. Í fjölbýlishúsinu sem hún flytur í býr forvitið barn sem fylgist með óvenjulegum aðferðum gömlu konunnar við að búa sér til nýtt heimili, enda er engu líkara en Gunnjóna ætli að flytja sveitina með sér til borgarinnar!
Listrænir aðstandendur sýningarinnar, þær Agnes, Eva Björg og Sigrún, hafa getið sér gott orð fyrir hrífandi barnasýningar á vegum leikhópsins Miðnættis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir framlag til barnamenningar. Þjóðleikhúsið hefur nú fengið þessar þrjár listakonur til að skapa nýja barnasýningu þar sem hugmyndaflugið og leikgleðin fá lausan tauminn!
Aldursviðmið: 2ja-8 ára.
„Bara ömmur mega fara upp á þak.“
Blómin á þakinu
Handrit: Agnes Wild, Eva Björg Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir
Byggt á bók eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og Brian Pilkington
Leikstjórn: Agnes Wild
Leikmynd, búningar og brúðugerð: Eva Björg Harðardóttir
Tónlist: Sigrún Harðardóttir
Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Örn Árnason og fleiri.