Helgi Björns - 40 ár í bransanum

Harpa

23. nóvember

Helgi Björns 40 ár í bransanum

Árið 1984 birtist Hið helga Bé sem fullsköpuð stjarna á himnafestingu íslenskrar rokktónlistar.

40 árum síðar hefur Helgi Björnsson gert heila þjóð að vini sínum, kynslóð fram af kynslóð.

Jafnvel tíminn er vinur hans, enda hefur tíminn slípað þennan gimstein í áranna rás meðan Helgi hefur blygðunarlaust látið tímalausum perlum rigna yfir þjóð sem þyrstir eftir snertingu við hjartað.

Íslendingum finnst þessi rigning góð og það rignir enn.

Árið 2024 fögnum við 40 ára sígrænum ferli sem tímabundin trend ná aldrei að hagga.

Maðurinn sem fer alla leið; jafnvígur á grátur, hlátur, öskur, stans, dans, stendur Hólí Bí á skýi og skýtur þig með ástarörvum í hjartað. Segðu já og við ríðum sem vindurinn í sumar og haust.

Tryllingurinn hefst á tónleikaferð um landið í sumar og lýkur með ógleymanlegum stórtónleikum í Eldborg í haust.

#HB40

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger