Tix.is

Event info

Tónleikarnir sem áttu að fara fram 28. ágúst 2021 hafa verið færðir til 20. maí 2022.
Miðahafar fá nánari upplýsingar í tölvupósti. 
 

Jón Jónsson ætlar að stíga á svið í Eldborgarsal Hörpu til að fagna 10 ára starfsafmæli sínu sem tónlistarmaður. Öllu verður til tjaldað svo upplifunin verði ógleymanleg bæði fyrir afmælisdrenginn sjálfan sem og aðra viðstadda. Jón mun njóta fulltingis okkar fremsta tónlistarfólks til að flytja lögin í sinni stærstu mynd undir styrkri stjórn Ara Braga Kárasonar. Það er því mikilvægt fyrir gesti að undirbúa sig vel andlega og líkamlega fyrir stemninguna þetta kvöld.

Þó Jón hafi samið tónlist og komið fram opinberlega frá 12 ára aldri þá markar árið 2010 upphaf tónlistarferils Jóns Jónssonar eins og við þekkjum hann. Það ár hóf Jón að senda frá sér lög sem fengið hafa að óma á öldum ljósvakans en hans fyrsta lag, Lately, kom út í febrúarlok fyrir áratug.

Á þessum 10 árum hefur Jón sent frá sér lög á borð við When You’re Around, Sooner or Later, All, You, I, Ljúft að vera til, Gefðu allt sem þú átt, Þegar ég sá þig fyrst, Á sama tíma, á sama stað og Með þér. Ásamt því að spila á alls kyns uppákomum, stórum og smáum, hefur Jón fengið tækifæri í sjónvarpi og leikhúsi, talsett teiknimyndir og haldið fyrirlestra fyrir ungt fólk um land allt.

„Ég hef notið þeirra forréttinda að eiga traustan hlustendahóp sem hefur mætt vel á tónleika hjá mér í gegnum tíðina. Sá hópur er betur þekktur sem True JJ Fans og stóla ég á að þau mæti í Hörpu og láti vel í sér heyra,“ segir Jón Jónsson aðspurður um afmælisviðburðinn.

Það er ljóst að hafir þú einhvern tímann staðið þig að því að syngja með einhverjum laga Jóns í gegnum tíðina þá verður þú einfaldlega að taka daginn frá og taka þátt í veisluhöldunum.