Tix.is

Event info

Ath. Allar sýningar sem eftir eru hafa verið færðar á nýjar dagsetningar og miðahafar fengið tölvupóst þess efnis. 

Leikfélag Keflavíkur fagnar 60 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður hundraðasta sýning félagsins Fyrsti kossinn sett upp til heiðurs keflvíska rokkaranum Rúnari Júlíussyni 

Fyrsti kossinn er söngleikur saminn af Brynju Ýr Júlíusdóttir og Guðlaugi Ómar Guðmundssyni og fjallar í stuttu máli um líf og ástir hljómsveitarmeðlima hljómsveitarinnar Grip sem reyna að meika það með því að vinna eina stærstu hljómsveitarkeppni landsins, Hljómaflæði. 

Verkið hefur að geyma lög og texta eftir Rúnar Júlíusson, Gunnar Þórðarson, Bubba Morthens, Þorstein Eggertsson og fleiri snillinga. Lögin eru þekktar perlur sem allir ættu að kunna! 

Leikstjórn er í höndum Karls Ágústs Úlfsson og Brynhildur Karlsdóttir er danshöfundur sýningarinnar. Tónlistarstjórar eru þeir Björgvin Ívar Baldursson og Smári Guðmundsson.  

Lifandi tónlist, söngur og dans einkenna sýninguna og við hvetjum alla til að mæta í Frumleikhúsið og njóta.

Athugið að sýningin er ekki við hæfi barna.