Skip to content

Tix.is

Tjarnarbíó

  • 27. maí 2025 kl. 20:30

Miðaverð:3.900 kr.

Um viðburðinn


Kolkrabbinn er ný viðburðaröð Ensemble Adapter í samvinnu við Tjarnarbíó. Á Kolkrabbanum má sjá verk sem dansa á mörkum tónlistar, gjörningalistar, dans og leikhúss. Tilrauna-tón-leikhús sem er samt ekki ópera.. Kolkrabbinn er með alla anga úti og allt í öllu. Hann vill eitthvað óvenjulegt og skemmtilegt, ögrandi og nýtt.

Kolkrabbinn er styrktur af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði.


Kolkrabbinn #1 Everything Everywhere

Everything Everywhere er nýtt verk eftir Ensemble Adapter og bandaríska listahópinn Ensemble Pamplemousse. Í sameiningu ætla þau að skapa sviðsskrímsli, einskonar meta-hljóðfæri. Útgangspunktur verksins er að átta sig á alhliða glundroða nútíma samfélags. Allt er til staðar, alltaf og alls staðar en spurningin er hvað kemur næst? Verkið var frumflutt í Berlín í Nóvember 2024.