Skip to content

Tix.is

Tjarnarbíó

  • 3. apríl 2025 kl. 20:30

Miðaverð:4.900 kr.

Um viðburðinn

Tvær leiksýningar. Ein kvöldstund

Þann 3. apríl verða leiksýningarnar Systir mín Matthildur eftir Gígju Hilmarsdóttur og Þöglar byltingar eftir Magnús Thorlacius sýndar í Tjarnarbíói.

Fyrir hlé: Systir mín Matthildur (60 mínútur)

Eftir hlé: Þöglar byltingar (40 mínútur)

20 mínútna hlé verður gert milli verka.


Systir mín Matthildur

Einfalt líf Betu fer úr skorðum þegar systir hennar Matthildur brýst inn og biður um að fá að gista í eina nótt. Þegar dvölin dregst á langinn þarf Beta að leita leiða til að búa með stóru systur sinni. Ætli það sé ekki bara best að deyja úr væmni?


Höfundur og leikstjóri: Gígja Hilmarsdóttir
Leikkonur: Hólmfríður Hafliðadóttir & Þórey Birgisdóttir

Tónlist: Kolbrún Óskarsdóttir

Lýsing: Magnús Thorlacius

Aðstoðarleikstjóri: Anna María Tómasdóttir


Þöglar byltingar

Síðustu ár hafa þöglar byltingar gjörbreytt hversdagslífi borgarinnar. Sjálfsafgreiðslukassar í öllum búðum. Hjólastígar meðfram öllum götum. Hopp hjól sem þvera allar gangstéttir. Algorithmar sem stjórna öllu sem við gerum og hugsum. Ætli síðasta þögla byltingin sé þögnin sem ríkir yfir hjónabandinu? Getur ógeðslegt fólk fundið hamingjuna á ný?


Höfundur og leikstjóri: Magnús Thorlacius

Leikarar: Berglind Halla Elíasdóttir, Ari Freyr Ísfeld Óskarsson og Hólmfríður Hafliðadóttir

Tónlist: Annalísa Hermannsdóttir

Ljós og hljóðmynd: Magnús Thorlacius