Tjarnarbíó – 3.apríl – húsið opnar 13:00
Um viðburðinn
Hvatningardagur Vertonet er stærsti árlegi viðburður samtakanna — þar sem framúrskarandi og hvetjandi einstaklingar úr tæknigeiranum koma saman á vettvangi sem byggður er á jafningjagrundvelli. Þótt viðburðurinn beinist að konum og kvárum í tækni, er hann opinn öllum.
Eins og fyrri ár, verða Hvatningardagsverðlaunin veitt og er tilgangur verðlaunanna að heiðra einstaklinga sem hafa sem hafa stutt sérstaklega vel við málstaðinn, lagt sitt að mörkum í að auka hlut eða sýnileika kvenna og kvára í upplýsingatækni og verið fyrirmynd fyrir aðra.
Vilt þú tilnefna aðila? Smelltu hér: Hvatningarverðlaun | Vertonet
Þema: Leiðum til framtíðar
Á Hvatningardegi Vertonet 2025, erum við að horfa til framtíðar og lengra en til morgundagsins! Hvers konar færni og leiðtogahæfni viljum við sjá í upplýsingatækni framtíðarinnar?
Sem og áður sækjum við innblástur á þessum frábæra degi í erindum reynslubolta sem hafa þorað, breytt og sýnt hugsjón langt inn í framtíðina.
Taktu þátt í skemmtilegum degi og fáðu innblástur frá fyrirlesurum sem eru að yfirstíga hindranir og endurmóta landslag tækninnar. Komum saman til þess að móta framtíð upplýsingatækni á Íslandi – við byrjum í dag!
Hverju má búast við?
Búðu þig undir spennandi dag og frábæra fyrirlesara, ljúffenga smárétti, drykki og snarl, ásamt líflegri “fish bowl” umræðu að loknum fyrirlestrum. Við endum svo kvöldið með kokteilapartíi — sem gefur þér tækifæri til að tengjast fólki, slaka á og halda umræðunni áfram í skemmtilegu og afslöppuðu umhverfi.
Hvort sem þú kemur á viðburðinn fyrir hugmyndirnar, fólkið eða skemmtunina, þá munt þú fara heim með ferska sýn, ný tengsl og innblástur til að móta framtíð upplýsingatækninnar á Íslandi!
Fyrirlesarar
Við erum stolt af því að kynna fjölbreyttan hóp af framsýnum og áhrifamiklum leiðtogum úr tæknigeiranum. Þau hafa öll sýnt hugrekki, rutt nýjar brautir og haft skýra framtíðarsýn sem hefur mótað og eflt tæknina – bæði hér á landi og á alþjóðavísu.
Á Hvatningardegi Vertonet 2025 deila þau innsýn sinni, reynslu og sýn á það hvernig við getum þróað leiðtogahæfni framtíðarinnar, brotið niður hindranir og stuðlað að fjölbreyttara og kraftmeira tæknisamfélagi.
Láttu innblásturinn flæða og lærðu af þeim sem eru að móta framtíð upplýsingatækninnar í dag!
Fyrirlesararnir eru:
María Björk Einarsdóttir
Forstjóri Símans
Baddy Sonja Breidert
CEO and Co-founder at 1xINTERNET
Ólöf Kristjánsdóttir
Markaðsstjóri Taktikal & formaður WomenTechIceland
Gamithra Marga
Stofnandi TVÍK og meðstofnandi Samtaka um mannvæna tækni
Sóley Tómasdóttir
Kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi
Ásdís Eir Símonardóttir
Head of People & Culture at Lyfja
Fundarstjóri
Kristjana Björk Barðdal
Stofnandi, Atelier Agency
Takmarkaður sætafjöldi - tryggðu þér sæti núna!
Almenn miðasala: 11.990 kr.