Skip to content

Tix.is

Tjarnarbíó

Um viðburðinn

Mörg börn þekkja söguna af Gýpu en Gýpa er með eindæmum matgráðug og mesta furða að hún hafi ekki verið búin að éta heimilisfólk út á gaddinn. Þegar matinn þrýtur étur hún askinn sinn, karl og kerlingu í kotinu og kúna Kreppilhyrnu. Síðan heldur hún af stað til að leita að meiri mat. Hver skyldi vera svo ólánsamur að verða á vegi hennar ?


Nú er búið að glæða Gýpu lífi með skemmtilegum brúðuleik og tónlist. Tveir leikarar stjórna brúðum og sjá um allan leik og lifandi tónlistarflutning. Sýningin er um 30 mínútur í flutning, tónlist lágstemmd og undirleikur á ukulele og því tilvalin fyrir yngstu áhorfendurna


Leikstjóri sýningarinnar: Jenný Lára Arnórsdóttir.

Leikarar: Jónína Björt Gunnarsdóttir & Kolbrún Lilja Guðnadóttir

Leikmyndagerð: Margrét Sverrisdóttir.

Brúðugerð: Margrét Sverrisdóttir.

Búningargerð: Fanney Valsdóttir.

Tónlistahöfundar: Sesselía Ólafsdóttir & Vilhjálmur B. Bragason.