Skip to content

Tix.is

Tjarnarbíó

  • 12. jan. - kl. 14:00
  • 12. jan. - kl. 18:00

Miðaverð:3.900 kr.

Um viðburðinn

Afmælishátíð 10 fingra í Tjarnarbíó!

Leikhúsið 10 fingur fagnar 30 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni verður haldin vegleg afmælishátíð í Tjarnarbíó laugardaginn 12. janúar!

Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg:

  • Kl. 14:00 – Barnasýningin Lífið
    Drullumall fyrir alla fjölskylduna! Þessi stórkostlega sýning hefur ferðast um heiminn síðustu 10 ár, við frábærar undirtektir, og slær alltaf í gegn.

  • Kl. 15:00 – Afmæliskaka og samtal í kaffihúsi Tjarnarbíó
    Við fögnum þessum tímamótum með ljúffengri afmælisköku og spjalli með listafólki.

  • Kl. 17:00 - 10 fingra málþing
    Sigríður Jónsdóttir, safnstjóri leikminjasafnsins, ræðir við Helgu Arnalds, stofnanda og listrænan stjórnanda 10 fingra, um ævintýralega sögu leikhússins síðustu 30 ár.

  • Kl. 18:00 – Líkaminn er skál
    Nýjasta sýning leikhússins og jafnframt lokasýning á þessari hugvíkkandi og tilfinningaríku sýningu.
    Að sýningu lokinni býðst gestum að taka þátt í skapandi leirstund undir leiðsögn Helgu, þar sem allir móta sína eigin skál. Spurningin er: Hvernig skál er þinn líkami?

Miðasala:
Hægt er að kaupa staka miða á sýningarnar eða báðar saman með góðum afslætti. Á staðnum verður einnig hægt að kaupa bókina Skrímslið litla systir mín eftir Helgu Arnalds, ásamt tónlist eftir Eivøru Pálsdóttur sem fylgir bókinni.

Vertu með okkur í þessum einstöku tímamótum þar sem við horfum bæði til fortíðar og framtíðar í anda leiklistar og sköpunar! Öll eru hjartanlega velkomin.