THE NORDIC COUNCIL ER KOMIÐ AFTUR TIL ÍSLANDS
Vinningshafar af The Nordic Fringe Network Award og The Grapevine’s Fringe Award, 2021
Hvað eiga erfiður vinnudagur, kaffi, ullarpeysur og IKEA-húsgögn sameiginlegt? Allt er þetta hluti af hversdagsleika þeirra sem búa á Norðurlöndunum og partur af þessari nútíma sirkussýningu. Þrír listamenn koma saman frá Finnlandi, Svíþjóð og Íslandi til þess að deila sviði og rannsaka, endurspegla og fagna þjóðerni sínu. Þeir koma með lifandi tónlist, juggle, húmor og loftfimleika saman í sýningu sem er eins vandræðaleg og hún er eftirminnileg.
The Nordic Council er sirkusþríeyki sem samanstendur af af Bjarna Árnasyni (ISL), Jakob Jacobsson (SWE) og Merri Heikkilä (FI). Þeir kynnast á sinni háskólagöngu í Codarts (NL). Þar kviknaði neisti fyrir þá að skapa saman og að skoða hvað væri sameiginlegt með þeirra uppruna.
Þeir hafa sýnt Three men from the North á hátíðum og í leikhúsum í Danmörku, Hollandi, Þýskalandi, Lettland, Ítalíu, Svíþjóð og Englandi og nú aftur á Íslandi vegna fjölda áskoranna.
Three men from the North hentar áhorfendum á öllum aldri.
Sýningin er u.þ.b. klukkustund án hlés
Þessi sýning er styrkt af Dynamo Workspace (DK), Sirkus Faktori (FI), Rigas Cirks (LV), og Circunstruction (NL).