Skip to content

Tix.is

Tjarnarbíó

Um viðburðinn

ROF/RIFT Choreography by Sveinbjörg Þórhallsdóttir

ROF er fagurfræðilega hrífandi sóló- dansverk þar sem dansari verksins túlkar, í gegnum skynjanir sínar, sögur sem líkaminn geymir. Með vandlega útfærðri kóreógrafískri aðferð danshöfundarins nær dansarinn að tengja inn í kjarna líkamans og miðla af einlægni djúpri tengingu við áhorfendur. Tónlist verksins spilar stórt hlutverk í flutningnum. Dansari versksins ber tvo Wave- snjallhringa sem hún notar til að framkalla hljóð eða hafa áhrif á áferð tónlistarinnar með hreyfingu í rauntíma.
ROF er fyrsti afrakstur dans- rannsóknarinnar "Öll hreyfing hefur hug í tíma og rúmi" sem felst í því að þróa nýja kóreógrafíska aðferð sem hefur það að markmiði að tengja innra ástand líkamans, ákveðnu hugarástandi við hreyfingu og kóreógrafíu.

Halla Þórðardóttir dansari verksins var tilnefnd sem dansari ársins til íslensku sviðslistaverðlaunanna (Gríman 2021) fyrir túlkun sína á verkinu.


ROF (RIFT) is aesthetically a moving solo dance work where the dancer interprets through the senses stories of her body. Through a carefully crafted method devised by the choreographer, the dancer reaches deep within to connect from her core to the audience. Music plays a big role in the performance. The dancer wears two smart rings on the fingers of both hands and uses them to produce sound with her movements that affects the texture of the music in real time.
ROF(RIFT) is the first result of the dance research "All movement has a mind in time and space" which consists of evolving a new technique in choreography which has as the purpose to correlate the inner condition of the body, a certain state of mind, towards movement and choreography.

Halla Þórðardóttir the dancer of the work was nominated as the dancer of the year for the Icelandic performing arts awards( Gríman 2021)


Höfundur: Sveinbjörg Þórhalldóttir
Dansari: Halla Þórðardóttir
Leikmynd og búningar: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson
Ljósmyndir: Saga Sigurðardóttir
Hreyfistýrð hljóðhönnun: Mari Garrigue