Tix.is

Secret Solstice

Um viðburðinn

Secret Solstice kynnir með stolti Midnight Sun Boat Party 2017 sem er haldið samhliða Secret Solstice 2017.

Farið verður frá hátíðarsvæði Secret Solstice að Reykjavíkurhöfn þar sem siglt verður frá Reykjavík út á Norður-Atlantshafið á slaginu 12 á miðnætti í átt að sjóndeildarhringnum.

Fram koma heimsklassaplötusnúðar sem halda partýinu gangandi langt fram undir morgun en listamenn verða kynntir eftir að uppselt er á viðburðinn.

Einungis 185 miðar verða seldir í þennan aukaviðburð á Secret Solstice 2017 og við mælum með að fólk tryggi sér miða fljótt á þennan einstaka viðburð.

Hver gestur fær 3 áfenga drykki sem eru innifaldir í verðinu og stendur valið á milli bjórs, ciders og rauð/hvitvíns auk þess sem gestir fá vatn að kostnaðarlausu alla ferðina.

Það er ekki nauðsynlegt að vera með miða á Secret Solstice til þess að geta keypt miða á Midnight Sun Boat Party en hins vegar er miði á hátíðina sjálfa ekki innifalinn með miða í Midnight Sun Boat Party. Þessir viðburður eru á sama tíma og Secret Solstice 2017 og er því möguleiki á að viðskiptavinir missi af atriðum á hátíðinni sjálfri.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ:

Midnight Sun Boat Party viðburðurinn fer fram á hafi úti og því er mikilvægt að klæða sig vel. Við mælum með því að vera í hlýjum fatnaði, með hanska og í skófatnaði sem þolir kulda og vætu.

Viðburðurinn sjálfur tekur um 3 klukkustundir. Við mælum með að fólk borði fyrir ferðina. Hver gestur fær 3 áfenga drykki sem eru innifaldir verðinu og stendur valið á milli bjórs, ciders og rauð/hvitvíns auk þess sem gestir fá vatn að kostnaðarlausu alla ferðina.

Þú færð ítarlegan upplýsingapakka um viðburðinn, þar á meðal hvaðan rúturnar fara, tveimur vikum fyrir viðburðinn.

TÍMASETNINGAR:

Rútur fara frá hátíðarsvæðinu á slaginu 23:30 á föstudaginn 16.júní að Reykjavíkurhöfn þar sem gestir fara um borð í bátinn áður en siglingin hefst. Eftir siglinguna er það á eigin ábyrgð gesta að koma sér til baka frá Reykjavíkurhöfn.

ÖRYGGISVIÐVÖRUN:

Til þess að gæta fyllsta öryggis áskilja viðburðarhaldarar sér rétt til að neita fólki í miklu annarlegu ástandi um aðgang að rútum frá Reykjavík og miðinn verður ekki endurgreiddur. Hver gestur fær 3 áfenga drykki og stendur valið á milli bjórs, ciders og rauð/hvitvíns en ekki verður boðið upp á meira áfengi.

ALGENGAR SPURNINGAR:

Er aldurstakmark á viðburðinn?
Það er 18 ára aldurstakmark á viðburðinn. Vinsamlegast taktu með gild skilríki þegar þú sækjir passann þinn.

Hvernig get ég haft samband við viðburðahaldara eða spurt spurninga um viðburðinn?
Vinsamlegast sendu tölvupóst á info@secretsolstice.is ef þú þarfnast einhverra upplýsinga.

Hverjir eru skilmálar endurgreiðslu?
Það er 14-daga skilafrestur á miðum á viðburðinn í samræmi við íslensk lög.