Andrés Þór Gunnlaugsson,
gítar
Agnar Már Magnússon, hammond orgel
Scott McLemore, trommur
ASA tríó hefur verið starfrækt frá árinu 2005 og gefið út fjölmargar
útgáfur jafnt í föstu formi sem og ýmsar hljómleikaútgáfur á stafrænu
formi. Hljómsveitin hefur hlotið tilnefningar
til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir eigin verk og komið fram í
samstarfi með hinum ýmsu tónlistarmönnum á borð við Perico Sambeat, Sigurð
Flosason, Jóel Pálsson og Michael Tracy. Á tónleikunum munu
þeir félagar leika tónlist úr ýmsum áttum, bæði eftir hljómsveitarmeðlimi
og húsganga ýmiskonar.