Söngstund með Maxímús Músíkús
Ingibjörg Fríða og Siggi leiða börn og fjölskyldur í stórskemmtilega og lifandi söngstund þar sem sungin verða ýmis þekkt og skemmtileg barnalög. Maxímús Músíkús lætur sig ekki vanta og tekur þátt í gleðinni með sínum fjöruga hætti!
Söngstundin er tilvalin leið fyrir börn að njóta tónlistar, hreyfingar og samveru.
Fjölskylduvænt og frítt – öll hjartanlega velkomin!