Krakka-kammermúsíkklúbburinn
Fjölskyldudagskrá Hörpu, í samstarfi við Kammermúsíkklúbbinn, býður upp á notalega kammertónleika í Kaldalóni þar sem ungir og efnilegir hljóðfæraleikarar stíga á svið og flytja fjölbreytta og aðgengilega efnisskrá.
Áheyrendur fá jafnframt innsýn í heim kammertónlistarinnar með fróðleik um hljóðfærin, tónskáldin og tónlistarstílinn – með það að markmiði að dýpka skilning og auka áhuga ungra hlustenda.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.