Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 2. apríl 2026 kl. 13:00

Ókeypis

Um viðburðinn

Dúó Stemma brokkar fyrir börnin

  •  2. apríl kl. 13:00–14:00 
  •  Kaldalón, Harpa 
  •  Aldur: 3–12 ára 
  •  Tungumál: Íslenska 
  •  Aðgangur: Ókeypis – skráning á harpa.is frá 26. mars

Dúó Stemma leikur sér á óhefðbundinn hátt með íslensk þjóðlög frá tímum barokkmeistaranna og spilar á „barokkhljóðfæri“ Íslands, svo sem hrossakjálka, steina og skeljar. Dúóið skipa Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, sem hafa í mörg ár skapað skemmtileg og fræðandi tónlistarprógrömm fyrir yngri kynslóðina.

Þau hafa spilað fyrir börn í leik- og grunnskólum víða um land, komið fram í tónlistarhúsum á borð við Hörpu og Hof og spilað fyrir börn í átta löndum víðs egar um Evrópu. Árið 2008 hlaut Dúó Stemma Vorvindaviðurkenningu frá IBBY samtökunum fyrir framlag sitt til barnamenningar á Íslandi.

Tónleikarnir eru í samstarfi við tónlistarhátíðina Reykjavík Early Music Festival.