Krakkabarokk í Eldborg
Krakkabarokk í Eldborg eru fjölskyldutónleikar þar sem Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk flytur fjölbreytta tónlist frá barokk- og endurreisnartímanum í félagi við tónlistarnemendur og kórsöngvara af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.
Á tónleikunum má heyra einleik, samleik og kórsöng með undirleik hátíðarhljómsveitar Krakkabarokks – glæsileg samverustund þar sem hinn ríki tónlistararfur fær að blómstra í höndum ungra og efnilegra flytjenda.