Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 13. september 2025 kl. 13:00

Ókeypis

Um viðburðinn

Heimstónlist í Hörpu: Tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku

  • 13. September kl. 13-14 
  •  Kaldalón 
  •  Allur aldur 
  •  Tungumál: Íslenska, sungið á fleiri tungumálum – opið fyrir alla 
  •  Skráning: Engin skráning – bara mæta! 

Heimstónlist í Hörpu er ný viðburðaröð í fjölskyldudagskrá Hörpu þar sem gestir fá að kynnast tónlist og menningu frá ólíkum heimshlutum með lifandi tónlistarflutningi, þátttöku og upplifun. Röðin endar með glæsilegri heimstónlistarhátíð fyrir börn í júní 2026.

Hljómsveitin Los Bomboneros hefur sérhæft sig í tónlist frá Mið- og Suður-Ameríku, ásamt eigin frumsömdu tónlist. Þau hafa notið mikilla vinsælda og tónleikar þeirra breytast oft í líflegt og funheitt danspartý!

Á þessum tónleikum flytur sveitin fjölbreytta og spennandi efnisskrá þar sem ólík tónlistarhefð Mið- og Suður-Ameríku fær að njóta sín.

?? Í lokin eru áhorfendur hvattir til að taka þátt og verða hluti af tónlistinni sjálfri!