Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 23. ágúst 2025 kl. 15:15

Ókeypis

Um viðburðinn

Tónlistarkonan Fríd kemur fram á örtónleikum á Menningarnótt í Hörpu þegar tónleikaröðin Upprásin 2025 - 2026 verður kynnt til leiks.

Hvar: Kaldalóni
Hvenær: 23. ágúst kl. 15:15 - 15:30
Fyrir hverja: Allt áhugafólk um gróskuna í tónlistarsköpun
Öll velkomin svo lengi sem sætaframboðið leyfir
Aðgangur ókeypis

Tónleikarnir eru liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt.

Fríd (Sigfríð Rut Gyrðisdóttir) er söngkona og lagahöfundur. Tónlist hennar má lýsa sem tilraunakenndu poppi með R&B ívafi en innblástur sækir hún í listafólk svo sem Oklou, Rosalía, FKA Twigs og fleiri. Fríd hefur verið að vinna að EP-plötu sem ber heitið HÆRRA en við gerð þeirrar plötu ögraði hún sér mikið sem textahöfundur og pródúsent. Hún leggur mikið upp úr því að koma með eitthvað nýtt og ferskt og  helst eitthvað sem áheyrendur hafa ekki heyrt áður, eitthvað sem vekur fólk til umhugsunar.

Upprásin 2025 - 2026
Néfur, Laglegt, Straff, Kóka Kóla Pólar bear, Ari Árelíus, Fríd, k. óla, Motet, Turturi, Rakur, Alter Eygló, Geðbrigði, Hoym, Curro, Skurðgoð, Laufkvist, glupsk, Anya Shaddock, Lindy Lin, Splitting Tongues, gargan, j.bear & the cubs, V.V.I.A., Jelena Ciric, Ólöf Rún, Moogie & the Boogiemen, tomi g.