Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 23. ágúst 2025 kl. 13:45

Ókeypis

Um viðburðinn

Á Menningarnótt stíga skáldin Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Elías Knörr, Eva Rún Snorradóttir, Sunna Dís Másdóttir og Einar Lövdahl fram í Hörpu og lesa úr verkum sínum undir yfirskriftinni „Skáld í Bókmenntaborg“. 

Hvar: Í Kaldalóni
Hvenær: 23. ágúst frá 13:45 - 14:45
Fyrir hverja: Allt áhugafólk um bókmenntir og skapandi starf
Viðburðurinn fer fram á íslensku
Aðgangur ókeypis 
Öll velkomin á meðan sætaframboð leyfir

Viðburðurinn er liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg.

--

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Elías Knörr, Eva Rún Snorradóttir, Sunna Dís Másdóttir og Einar Lövdahl eiga það sameiginlegt að vera starfandi höfundar í Gröndalshúsi, skapandi vinnurými Reykjavíkurborgar fyrir rithöfunda og aðra sem starfa með ritmál og texta.   

Gröndalshús hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki sem vettvangur fyrir nýsköpun í bókmenntum og ljóðlist, og á þessum viðburði fá gestir tækifæri til að heyra hvernig ólíkar raddir og nálgun hvers og eins skálds mótast í slíku umhverfi.

Hver höfundur stígur fram með sína einstöku sýn og stíl, og saman skapa þau marglaga og líflega mynd af því sem býr í samtímaskáldskap á Íslandi í dag.

Viðburðurinn er í samstarfi við Hörpu og hluti af dagskrá Reykjavík Bókmenntaborgar UNESCO á Menningarnótt, þar sem orð, rödd og rými mætast í miðju borgarinnar.