Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 23. ágúst 2025 kl. 13:15

Ókeypis

Um viðburðinn

Blúsfélag Reykjavíkur stendur fyrir glæsilegri blúsdagskrá á Björtuloftum í Hörpu frá klukkan 13 - 15 á Menningarnótt þar sem fram koma hljómsveitirnar Ungfrúin góða og búsið, CC Fleet Blues Band og Singletons. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir eru liður í dagskrá Hörpu á Menningarnótt í samstarfi við Blúsfélag Reykjavíkur.

Hvar: Á Björtuloftum
Hvenær: Klukkan 13:15 - 13:45, 13:55 - 14:25, 14:35 - 15:05
Fyrir hverja: Allt áhugafólk um blústónlist
Hægt er að njóta viðburðarins óháð tungumáli
Aðgangur er ókeypis.

13:15 - 13:45
Ungfrúin góða og búsið
Ungfrúin góða og búsið er sex manna hljómsveit sem spilar rokkaðan blús. Hljómsveitina skipa Kristjana Þórey Ólafsdóttir, söngur, Árni Björnsson, gítar, Aðalsteinn Snorrason, gítar, Helgi Georgsson, hljómborð og söngur, Jón Bjarki Bentsson, bassi og Skúli Thoroddsen, trommur.

13:55 - 14:25
CC Fleet Blues Band
CC Fleet Blues Band flytur kraftmikinn blús með áhrifum úr fönk, sól og rokki. Hljómsveitina skipa Jón Ingiberg Jónsteinsson, söngur og gítar, Árni Björnsson, gítar, Gunnar Örn Sigurðsson, gítar, Jakob Viðar Guðmundsson, bassi og Jóhann Vilhjálmsson, trommur.


14:35 - 15:05
Singletons
Hljómsveitin Singletons spilar blús og blúsrokk af krafti og mýkt eftir því sem við á. Hljómsveitina skipa Hannes Birgir Hjálmarsson, söngur og gítar, Gunnar Örn Sigurðsson, gítar, Steinar Björn Helgason, trommur, Árni Björnsson, bassi og Ragnar Ólason, píanó.

https://www.blues.is/