Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 14. september 2025 kl. 16:00

Miðaverð:4.900 kr.

Um viðburðinn

Tónskáldið Tryggvi M. Baldvinsson hefur komið víða við á sínum 40 ára tónsmíðaferli og á þessum tónleikum verða flutt nokkur af eldri og nýrri kammerverkum hans, sönglögum og einleiksverkum. Flytjendur eru meðal annarra Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran, Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari, Baldvin Ingvar Tryggvason klarínettuleikari, Aladár Rácz píanóleikari, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari, Steef van Oosterhout slagverksleikari og Jón Arnar Einarsson básúnuleikari. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk fyrir píanó, Cantabile, sem Tryggvi tileinkar minningu Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara og tónlistarfrömuðar.

Efnisskrá

Introitus fyrir slagverk, úr Missa Comitis generosi (1999)
4 lög um þögnina fyrir sópran, píanó og klarínettu (2005)   
Þú ein fyrir söngrödd og píanó (2002) 
Sem dropi tindrandi fyrir söngrödd og píanó (2014)  
Gömul ljósmynd fyrir söngrödd og píanó (1996)
Seiður fyrir klarínettu og píanó (2000)

-Hlé-

Offertorium fyrir básúnu, úr Missa Comitis generosi (1999) 
Árstíðirnar í húsinu fyrir sópran, marimbu og víólu (2011)
Cantabile fyrir píanó, tileinkað minningu Jónasar Ingimundarsonar (2025)

Almennt miðaverð kr. 4900, en öryrkjum og eldri borgurum býðst að kaupa miðann á kr. 3900 í miðasölu Hörpu, eða síma 528 5050.

Áætluð lengd tónleika er um 2 klst., með hléi.