Kammerkórinn Huldur flytur íslensk kórverk í Norðurljósum í Hörpu á Menningarnótt, 23.ágúst frá klukkan17:00 – 17:30. Stjórnandi kórsins er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.
--
Kammerkórinn Huldur var stofnaður af kórstjóranum og tónskáldinu Hreiðari Inga Þorsteinssyni haustið 2021. Samkvæmt íslenskum þjóðsögum og ljóðum er huldur náttúruvættur, sem býr í fossgljúfrum eða djúpt í hafi og knýr fram öldugang með söng og leik á langspil. Kórmeðlimir eru á aldrinum 18-26 ára. Markmið kórstarfsins er að kynna kórmeðlimum stefnur og strauma innan nýrrar kórtónlistar og síðan, með það veganesti, að virkja meðlimi til tónsköpunar, svo að úr verði vinnusmiðja í tónsmíðum fyrir ung og upprennandi tónskáld.
EFNISSKRÁ
REGN
Arvid Ísleifur (*2000) / Ólafur Jóhann Sigurðsson
DALVÍSA
Íslenskt þjóðlag, útsetning: Snorri Sigfús Birgisson / Jónas Hallgrímsson
MAN ÉG ENN MENJALUNDINN
Gabríella Snót Schram (*2002) / Þjóðvísa
HULDUKONUHEFND
Haukur Tómasson (*1960) / Þjóðvísa
DJÁKNINN Á MYRKÁ
Stefán Nordal (*2001) / Þjóðvísa
RÖKKVAR Í HLÍÐUM
Júlíus Máni Sigurðsson (*2001) / Þjóðvísa
HRAFNAMÁL
Hreiðar Ingi Þorsteinsson (*1978) / Íslensk dýraþula
SMÁVINIR FAGRIR
Jón Nordal (1926-2024) / Jónas Hallgrímsson.
Sópran: Aldís María Einarsdóttir, Arna Mjöll Óðinsdóttir, Dagný Guðmundsdóttir, Dýrleif Leo
Bergs, Elida Angvik Hovdar, Gabríella Snót Schram, Hulda Biering, Oddný Þórarinsdóttir,
Sölva Magdalena Ramsey, Védís
Drótt Cortez. // Alt: Anna Soffía Hauksdótir, Helga Guðný Hallsdóttir, Hulda Kristín
Hauksdóttir, Lára Ruth Clausen, Sæunn Axelsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir. // Tenór: Breki
Sigurðarson, Joseph Benedict Armada, Kormákur Logi Bergsson, Þór Ari Grétarsson. // Bassi:
Arvid Ísleifur Jónsson Schirmacher, Dagur Bjarnason, Eden Frost, Gunnar Björn Gunnarsson
Maríuson, Hringur Kjartansson, Júlíus Máni Sigurðsson, Lúkas Nói Ólafsson.
Stjórnandi: Hreiðar Ingi Þorsteinsson