Borgarkórinn er blandaður kór starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Hann kemur fram í Hörpuhorni sunnudaginn 18. maí klukkan 14:30 og flytur dagskrá sem samanstendur af íslenskum sönglögum og syrpu af erlendum lögum. Kórstjóri er Aron Axel Cortes.
Hvar: Hörpuhorn
Hvenær: Sunnudag, 18. maí kl. 14:30 - 15:00
Tónleikarnir eru liður í vortónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra í Hörpuhorni. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.