Lúðrasveit Reykjavíkur heldur á ný sína reglulegu vortónleika, en að þessu sinni verða frumfluttar glænýjar lúðrasveitarútsetningar Þóris Hermanns Óskarssonar á þremur prelúdíum úr verkaröðinni Discontinued preludes, sem hann samdi sjálfur upprunalega fyrir píanó. Auk prelúdíanna verða á dagskrá nokkur vel þekkt íslensk dægurlög auk marsa og stórsveitarsyrpu.
Miðaverð: 2.500 kr.; frítt fyrir 16 ára og yngri