Hljómsveitin Los Bomboneros hefur sérhæft sig í tónlist Mið- og Suður-Ameríku ásamt frumsömdu efni og hefur komið víða fram við miklar vinsældir en tónleikar sveitarinnar eiga það gjarnan til að breytast í funheit danspartý.?
Í samstarfi við Vigdísi Jakobsdóttur, leikstjóra, hefur hljómsveitin sett saman spennandi efnisskrá þar sem ólíkar hefðir latin-tónlistar verða rannsakaðar.?
Los Bomboneros skipa þau Alexandra Kjeld (bassi og söngur), Daníel Helgason (tresgítar og gítar) og Kristofer Rodríguez Svönuson (slagverk).
Lengd: 20 mínútur