Tónlist Kordu Samfóníu er áhrifarík og kraftmikil, samin af hljómsveitarmeðlimum í sameiningu, en hljómsveitarmeðlimir eru nemendur Listaháskóla Íslands og fólk á mismunandi stöðum í endurhæfingu eftir lífsbreytandi áföll og heilsubrest.
Korda einkennist af jafnrétti, vingjarnlegu, stuðningsríku og skapandi andrúmslofti þar sem fólk vinnur saman, skapar, lærir, styrkist og vex.
Korda er samstarfsverkefni MetamorPhonics, Listaháskóla Íslands, Tónlistarborgarinnar Reykjavík, Hörpu og starfsendurhæfingamiðstöðvum víðsvegar um landið. Verkefnið er styrkt af Heilbrigðisráðuneyti,
Félags og vinnumálaráðuneyti, Mennta og barnamálaráðuneyti og Menningar og atvinnumálaráðuneytum Íslands ásamt Tónlistarborginni Reykjavík og Tónlistarsjóði.
Við þökkum stuðningsaðilum hjartanlega fyrir þeirra auðsýndu sannfæringu um að listir séu mikilvægur liður í endurhæfingu, til virkni og inngildingu í samfélaginu.
Listrænn stjórnandi er Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths.