Wiedensahl bjöllukórinn leikur fyrir gesti og gangandi í Hörpuhorni á sunnudaginn kemur, 6. apríl kl. 14:00. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.
Wiedensahl bjöllukórinn var stofnaður árið 1987 og er einn af fremstu bjöllukórum Þýskalands. Undir stjórn Thomasar Eickhoff spilar kórinn á meira en hundrað bjöllur og setíu "handchimes", svo tónsvið kórsins spannar sjö áttundir.
Auk þess að hafa haldið tónleika um allt Þýskaland hefur kórinn komið fram í Óperunni í Hannover, Frönsku dómkirkjunni í Berlín, Evrópuþinginu í Brussel og með Trinitiy drengjakórnum frá London.
Kórinn hefur farið í fjórar vel heppnaðar tónleikaferðir, til Bandaríkjana (2003 og 2013), Suður Afríku (2006) og Tævan og Hong Kong (2015).
Kórinn hefur unnið þrisvar til fyrstu verðlauna í Þýsku hljómsveitakeppninni en það er stærsta keppnin fyrir áhugamannahljómsveitir í Þýskalandi og er skipulagt af Þýska tónlistarráðinu. Vegna velgegni í þessum keppnum hefur leikur kórsins ómað í útvarpi og sjónvarpi á miðlum NDR.