Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 17. apríl 2025 kl. 14:00

Miðaverð:4.200 - 5.900 kr.

Um viðburðinn

Kammerhópurinn Espoon Barokki frá Finnlandi fagnar 10 ára starfsafmæli sínu með tónleikaferð til Íslands á Reykjavík Early Music Festival. Espoon Barokki mun flytja verk eftir Georg Friedrich Händel, Jean-Philippe Rameau, Johann Joseph Fux og Élisabeth Jacquet de la Guerre, og eru tónverkin öll tengd hinum fiðruðu vinum okkar, fuglunum á einn eða annan hátt – stundum með eftirlíkingum fuglasöngs og stundum með tilvísunum í titil verkanna. Tenging við nútímann er frumflutningur á verki finnska tónskáldsins Olli Kortekangas, sem samið var í tilefni af 10 ára afmæli tónlistarhópsins.

Espoon Barokki hefur skipað sér verðugan sess í finnsku tónlistarlífi og er þetta fyrsta tónleikaferð þeirra utan Finnlands. Á tónleikunum kemur einnig fram hin virta finnska sópransöngkona Olga Heikkilä, sem hefur heillað áhorfendur með fjölhæfni sinni og töfrandi rödd á sviðum ríkisóperanna í Stuttgart og Berlín, auk La Monnaie í Brussel.

Lengd tónleika ca. 100 mín, með hléi