Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 21. mar. - kl. 20:00

Miðaverð:8.990 - 14.990 kr.

Um viðburðinn

HAM + APPARAT = HAMPARAT

Það hefur lengi vakið athygli langt út fyrir landsteina hvað okkar fámenna land er ríkt hvað tónlistarlíf varðar. Hér á Íslandi hafa komið fram margar hljómsveitir og tónlistarmenn sem hafa vakið athygli fyrir frumlega og spennandi nálgun í list sinni. Þrátt fyrir þetta er ekki algengt að heilu hljómsveitirnar leiði saman hesta sína og handleiki lög hvors annars. Nú verður breyting þar á. Apparat Organ Quartet og HAM hafa lengi þótt með athyglisverðari hljómsveitum landsins. Í fyrstu virðast þessar sveitir ekki eiga mikið sameiginlegt. Önnur þeirra er þekkt fyrir hávaðasamt gítarrokk en hin hefur einbeitt sér að notkun á orgeli og ýmsum hljómborðum. Þó er sterk tenging. Arnar Geir Ómarsson hefur séð um trommuleik í báðum sveitum og tónskáldið Jóhannsson Jóhannsson var meðlimur beggja sveita á tímabili. 

Þessar stórmerku hljómsveitir blása nú í herlúðra og leiða saman sína hesta. Sveitirnar munu leika lög beggja. Já, þið lásuð rétt! Nú gefst fólki tækifæri til að heyra HAM handleika lög eins og Stereo Rock & Roll um leið og AOQ prófa að lauma sínum hljómborðum inn í sjálfan Partýbæ. HAM og Apparat Organ Quartet sameinast í eina hljómsveit. Svar við hagræðingarkröfum tónlistarbransans! Ný súpergrúppa. Þetta er einstakur viðburður sem fólki gefst tækifæri á upplifa í besta tónleikahúsi landsins. 

Láttu ekki þennan magnaða listviðburð þér úr hendi sleppa. Fjandsamleg yfirtaka í báðar áttir. HAMPARAT.