Skip to content

Tix.is

Sinfó

  • 27. jan. - kl. 20:00

Miðaverð:4.990 - 10.990 kr.

Um viðburðinn

Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfóníuhljómsveit og einsöngvurum flytur Mozart Requiem í Eldborgarsal Hörpu mánudaginn 27. janúar kl. 20:00.

Requiem í d-moll, K. 626, eftir Wolfgang Amadeus Mozart, er eitt áhrifamesta og þekktasta tónverk tónlistarsögunnar. Mozart samdi verkið árið 1791, en náði þó ekki að klára það. Í sjötta kafla
verksins, Lacrimosa, eftir að hafa byrjað á fyrstu átta töktunum lést Mozart. Vinur hans og nemandi, Franz Xaver Süssmayr, kláraði verkið á grundvelli skissna Mozarts og gerði það að því
meistaraverki sem við þekkjum í dag. Þetta magnaða verk minnir margt á hans bestu sviðslistaverk hvað varðar dramatískan mátt en þar sem óperur Mozarts fjalla um fegurð og áskoranir lífsins er sálumessan hans helguð dauðanum og þeirri dulúð sem honum fylgir.

Óperukórinn í Reykjavík er einn af fremstu kórum Íslands og hefur verið mikilvægur þáttur í tónlistarlífi landsins í mörg ár. Kórinn var stofnaður til að flytja íslendingum stórvirki óperu- og
klassískrar tónlistar. Hann hefur komið fram á fjölmörgum tónlistarviðburðum og sinnt verkefnum á sviði óperu, óratóría og annarra stórverka fyrir kór og hljómsveit hér á landi og erlendis.

Aron Axel Cortes er núverandi stjórnandi Óperukórsins í Reykjavík, og tók við af föður sínum, Garðari Cortes, sem hafði leitt kórinn með miklum metnaði og færni í áratugi. Garðar var einn af virtustu óperusöngvurum og stjórnendum landsins, og lagði grunn að metnaðarfullri starfsemi kórsins. Aron Axel hefur haldið áfram þessari sömu stefnu og bætt við nýrri sýn og nálgun í stjórnun kórsins, með áherslu á fjölbreytni og framúrskarandi tónlistarflutning.

Sálumessa Mozarts sem Óperukórinn í Reykjavík flytur ásamt sinfóníuhljómsveit og einsöngvurum verður að þessu sinni flutt í Eldborgarsal Hörpu á afmælisdegi tónskáldsins.

Tónleikarnir verða tileinkaðir minningu látinna ástvina.

Tónleikarnir eru um 1 klst í flutningi með engu hléi.

Flytjendur
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, sópran
Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó sópran
Kolbeinn Jón Ketilsson, tenór
Kristinn Sigmundsson, bassi
Óperukórinn í Reykjavík
Sinfóníuhljómsveit, konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir
Stjórnandi: Aron Axel Cortes