Skip to content

Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Börnum og fjölskyldum er boðið á tónlistarævintýrið Tumi fer til tunglsins. Sýningin er hluti af Óperudögum og fjölskyldudagskrá Hörpu.

Tumi litli getur ekki sofnað. Hann þiggur boð karlsins í tunglinu um að skreppa til hans „á góðra vina fund“ og svífur af stað í rúminu sínu út í vornóttina. Á vegi hans verða forvitnir fuglar, lífsreyndir regndropar, börn frá öllum heimshornum og sjálfur karlinn í tunglinu sem hefur lengi gefið jarðarbúum gætur og á nú mikilvægt erindi við börnin. Þessari ótrúlegu ævintýraferð eru hér gerð skil í tali og tónum í léttum stíl um leið og myndum er varpað á tjald til áhrifsauka.

Sýningartímar sunnudaginn 27. október:

11:00

12:15

Sýningin er um það bil 40 mínútur að lengd.

Athugið að aðgangur er ókeypis og óþarfi að bóka miða fyrirfram, opið meðan húsrúm leyfir. 


Um sýninguna:

Höfundur tónlistar og texta: Jóhann G. Jóhannsson
Myndhöfundur: Lilja Cardew

Flytjendur:
Sigrún Edda Björnsdóttir – sögumaður
Oddur Arnþór Jónsson – Karlinn í tunglinu
Gunnar Erik Snorrason – Tumi
Aurora - Stúlknakór Reykjavíkur – þrestir, dropar, börn

Kristín Ýr Jónsdóttir – flauta
Sigurður Flosason – saxófónn, klarinett
Bryndís Pálsdóttir – fiðla
Steiney Sigurðardóttir – selló
Birgir Steinn Theodórsson – kontrabassi
Jóhann G. Jóhannsson – píanó
Pétur Grétarsson – víbrafónn, trommur, slagverk

Stjórnandi:  Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir

Kórstjórar:  Margrét J. Pálmadóttir, Björg Birgisdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir

Stuðnings- og styrktaraðilar:

Barnamenningarsjóður

Bókabeitan - bókaforlag

Domus Vox - sönghús

Harpa

Óperudagar

Sviðslistasjóður

Tónlistarsjóður

Tónskáldasjóður RÚV og STEFs

Aðgengi
Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Viðburður fer fram í Norðurljósasal á annarri hæð með góðu lyftuaðgengi og gólfplássi fyrir hjólastóla.  

Nánari upplýsingar um heimsóknir í Hörpu og aðgengismál má finna hér.

Við viljum upplýsa gesti um að ljósmyndari/upptökumaður á vegum Hörpu gæti verið viðstaddur viðburðinn. Ef foreldrar eða forráðamenn vilja ekki að myndir/myndbönd af börnum þeirra birtist í umfjöllun um viðburðinn á miðlum Hörpu þá biðjum við ykkur vinsamlegast um að láta starfsfólk eða ljósmyndarann vita á staðnum eða í gegnum netfangið markadsdeild@harpa.is.