Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Sinfóníuhjómsveit Íslands

Nathanaël Iselin
hljómsveitarstjóri 

Ungsveit SÍ 

Aaron Copland
Fanfare for the Common Man 

Antonín Dvorák
Sinfónía nr. 9, Sinfónía úr nýja heiminum

Tónleikar Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru árlegt tilhlökkunarefni, en þar leikur glæsilegur hópur ungs tónlistarfólks sem tekið hefur þátt í hljómsveitarnámskeiði Sinfóníunnar eitt af stórvirkjum tónlistarsögunnar. Í ár er það hin kröftuga og grípandi níunda sinfónía Antoníns Dvorák, Sinfónía úr nýja heiminum, ásamt Fanfare eftir Aaron Copland sem hljóma undir stjórn Nathanaël Iselin.
Árið 1891 stóð tónskáldið Antonín Dvorák á fimmtugu og átti þegar glæsilegan tónsmíðaferil að baki. Hann hafði nýlega tekið við prófessorsstöðu í Prag og kunni best við sig í heimahögum sínum í sveitum Bæheims. Það var þá sem honum var gert tilboð sem hann gat ekki hafnað: Að taka við rektorsstöðu nýs tónlistarháskóla í New York. Hann lét á endanum til leiðast og sigldi vestur um haf. Þar opnaðist svo sannarlega nýr heimur og Dvorák varð uppnuminn af hrifningu á tónlist heimamanna, ekki síst svartra Bandaríkjamanna, sem hann lagði sig eftir að kynnast. Þessara áhrifa gætir greinilega í Sinfóníunni úr nýja heiminum sem frumflutt var í hinum nýbyggða tónleikasal Carnegie Hall árið 1893. Verkið er uppfullt af andagift og geymir ótal eftirminnilegar laglínur, jafnt upplífgandi sem angurværar, auk þess sem það nýtir krafta hljómsveitarinnar til hins ítrasta