Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

EFNISSKRÁ
Ígor Stravinskíj Úr Eldfuglinum

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ross Jamie Collins

SÖGUMAÐUR
Halldóra Geirharðsdóttir

MYNDIR
Ari Hlynur Guðmundsson Yates

Í heillandi ævintýrinu um Eldfuglinn segir frá Ívani prins, sem er hugrakkur með eindæmum, og risastórum fugli sem logar í alls konar rauðum og gulum litum rétt eins og sólin sjálf hafi tekið sér bólfestu í fjöðrum hans. Þetta er Eldfuglinn, eitt litríkasta hljómsveitarævintýri sem sögur fara af.

Á þessum kraftmiklu tónleikum segir Halldóra Geirharðsdóttir tónleikagestum frá Eldfuglinum sem birtist í öllu sínu veldi, leyndarmálum skógarins, fjöregginu og gulleplunum. Myndum teiknarans Ara Yates, sem sýna Eldfuglinn dansa og svífa á milli greina töfratrjánna, verður varpað upp meðan á flutningi stendur.

Flautukór úr Tónlistarskóla Kópavogs leikur tónlist í Hörpuhorni fyrir tónleikana. Skapandi grímugerð stendur fuglavinum á öllum aldri til boða eftir tónleikana í Hörpuhorni.