Skip to content

Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

EFNISSKRÁ
Vinsæl verk eftir tónskáld á borð við Bach, Mozart, Brahms og Gade

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ross Jamie Collins

KYNNIR
Vigdís Hafliðadóttir

Á Menningarnótt í Reykjavík býður Sinfóníuhljómsveit Íslands gestum og gangandi að vanda á litríka og skemmtilega tónleika fyrir alla fjölskylduna. Að þessu sinni leiðir Vigdís Hafliðadóttir, tónlistarkona og uppistandari, áheyrendur í óvissuferð um lendur klassískrar tónlistar og segir frá sínum uppáhaldstónskáldum og verkum. Meðal verka á efnisskránni eru vinsæl og skemmtileg verk sem hrífa jafnt unga sem aldna, svo sem forleikurinn að Töfraflautu Mozarts, Ung­ verskir dansar Johannesar Brahms, æskumyndir Schumanns og eldheitur tangó eftir Jacob Gade. Þá tekur Vigdís sjálf lagið á tónleikunum, en hún hefur vakið athygli fyrir frábæra söngrödd og hrífandi sviðsframkomu, jafnt ein og sér og með hljómsveitinni Flott.
Tvennir tónleikar kl. 15 og 17

Aðgangur á tónleikana er ókeypis, hægt er að sækja miða á sinfonia.is og í miðasölu Hörpu á tónleikadegi frá kl. 11:00.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. SÆKJA MIÐA