Skip to content

Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Upplýsingar til tónleikagesta
Samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir verða allir gestir að sýna neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi við komu á viðburði, og á það því við um þessa tónleika, ásamt grímuskyldu. Hraðpróf gildir í 48 klst og eru gjaldfrjáls.

Á höfuðborgarsvæðinu er hægt að fara í hraðpróf á eftirfarandi stöðum: Mikilvægt er að skrá sig í próf áður en mætt er

• Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34; www.hradprof.covid.is
• Covidtest; býður upp á hraðpróf bæði á Kleppsmýrarvegi 8 og í Hörpu. Aðstaðan í Hörpu er í kjallara hússins, beint á móti inngangi frá bílastæðakjallara. www.covidtest.is athugið að hraðprófsstöð í Hörpu lokar kl. 18
• Öryggismiðstöðin býður upp á hraðpróf við Kringluna og BSÍ; www.testcovid.is
Utan höfuðborgarsvæðis www.hradprof.covid.is



Daniele Basini gítarleikari, Jón Þorsteinn Reynisson harmóníkuleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari flytja tónlist kvikmyndatónskáldsins ástsæla Ennio Morricone í tilefni af 93 ára afmæli hans.
Leikin verður tónlist úr m.a. Nuovo Cinema Paradiso, Once upon a time in America, og nokkrum góðum spaghettí-vestrum.

Tónlistin er útsett af Daniele Basini.
Verkefnið er styrkt af Det italienske kulturinstitutt i Oslo.