Skip to content

Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Efnisskrá
Pyotr Ilyich Tchaikovsky - Souvenir d’un lieu cher op. 42 (útsetning eftir Ísak Ríkharðsson fyrir fiðlu og strengjanonett)
  Méditation
  Scherzo
  Mélodie
Einleikari: Ísak Ríkharðsson

Ernest Chausson - Poème op. 25 (útsetning eftir Ísak Ríkharðsson og Cosimu Bodien fyrir fiðlu og strengi)
Einleikari: Sólveig Steinþórsdóttir

Robert Schumann - Konzert-Allegro mit Introduktion op. 134 (útsetning eftir Ísak Ríkharðsson fyrir píanó og strengi)
Einleikari: Þóra Kristín Gunnarsdóttir

- Hlé -

Felix Mendelssohn - Oktett op. 20
  Allegro moderato, ma con fuoco
  Andante
  Scherzo - Allegro leggierissimo
  Presto

Strengjasveitin ZHdK Strings er fjölþjóða hljómsveit skipuð nokkrum af bestu nemendum Tónlistarháskólans í Zürich í Sviss. Stofnandi hennar og listrænn stjórnandi er Rudolf Koelman, fyrrum konsertmeistari Concertgebouw hljómsveitarinnar í Amsterdam og einn af síðustu nemendum hins goðsagnakennda Jascha Heifetz. Hljómsveitin hefur haldið fjölmarga tónleika í Sviss auk tónleikaferða til Ítalíu, Tyrklands, Suður-Kóreu og Taílands. Árið 2017 hélt hún tónleika í Hörpu og snýr nú aftur til Íslands með þrjá íslenska sólista.
Fiðluleikararnir Ísak Ríkharðsson, Sólveig Steinþórsdóttir og píanóleikarinn Þóra Kristín Gunnarsdóttir, eru öll fyrrverandi nemendur við Tónlistarháskólann í Zürich.

Verkefnið er styrkt af Ýli og Tónlistarsjóði RANNÍS.