Skip to content

Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló
Jóel Pálsson, saxófónn
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi
Matthías MD Hemstock, slagverk

Þórdís Gerður Jónsdóttir, sellóleikari, leiðir kvartett sem spilar franska danstónlist úr óperum og ballettum frá barokktímabilinu. Jazzinn er ekki eina tónlistarstefnan sem á sér langa sögu um að vera leikin frjálslega með ólíkum spuna hvers flytjanda. Þó vissulega sé hægt að leika barokk eftir ströngum hefðum og reglum er einnig hægt að sækja sér innblástur í þá staðreynd að í barokktónlist er mikið rými og hefð fyrir frjálsri túlkun, skreytingum og spuna. Á þessum tónleikum leika jazztónlistarmenn danslög úr frönskum ballettum og óperum frá barokktímabilinu, með sama hætti og þeim er tamt að leika söng- og danslög úr amerísku söngbókinni. Þó svo að hér sé ekki á nokkurn hátt um upprunaflutning að ræða verður þó höfð að leiðarljósi aðdáun og virðing fyrir höfundarverki barokktónskaldanna og þeim hefðum sem skapast hafa við flutning franskrar barokktónlistar. Flytjendur eru Jóel Pálsson á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa, Matthías Hemstock á slagverk og Þórdís Gerður Jónsdóttir a selló sem einnig sér um hljómsveitarstjórn.