Skip to content

Tix.is

Sinfó

Um viðburðinn

Ekki missa af Roger Eno og tryggið ykkur miða tónleika ársins á Íslandi!
(Ath. að hátíðarpassi Extreme Chill Festival gildir einnig á viðburðinn.)

Roger Eno á að baki yfir þriggja áratuga feril og 25 útgáfur, bæði eigin sólóplötur og samstarf við listamenn á borð við John Cale, Daniel Lanois og Brian Eno. Hann hefur hlotið tilfnefningu til BAFTA og tónlist hans má heyra í myndum á borð við Dune eftir David Lynch, Trainspottinng og 9 1/2 Weeks. Tónlistin er myndræn, byggð á minimalískum píanóleik og má heyra áhrif frá alþýðutónlist jafnt sem neó-klassík. Roger Eno hefur ásamt bróðir sínum Brian Eno verið í fararbroddi umhverfistónlistar síðustu áratugi.

Dagskrá
20.15 - Kjartan Hólm
21.00 - Roger Eno (UK)
22:15 - Borgar Ao
23.00 - Bjarki & Mathilde Caeyers + Arrtu Niemenen

Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 7.-10. október en þetta er 11.árið sem hátíðin er haldin.
Hátíðin fer fram á nokkrum stöðum í miðborginni, t.d. í Kaldalóni Hörpu og Húrra, en fleiri tónleikastaðir verða auglýstir síðar.

Í ár kemur mikill fjöldi ólíkra listamanna fram á hátíðinni, allt frá tilraunakenndum listamönnum til klassískra listamanna. Þeirra á meðal eru t.d. Plaid, Roger Eno, Ingibjörg Elsa Turchi, Kjartan Hólm, Hekla, Borgar Magnason, Harp & Arp, Hermigervill, Skurken, Tonik Ensemble, MSEA, Soddill, Flaaryr, Good Moon Deer o.fl. o.fl.