Um viðburðinn
Þorleifur Gaukur Davíðsson, munnharpa
Sölvi Kolbeinsson, saxófónn
Eyþór Gunnarsson, píanó
Nicolas Moreaux, bassi
Sigtryggur Baldursson, slagverk
Munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson og saxófónleikarinn
Sölvi Kolbeinsson leiða saman hesta sína í þessari hljómsveit.
Kvintettinn mun leika sín uppáhalds djasslög með áherslu
á sveiflu. Sölvi og Gaukur kynntust í Tónlistarskóla
FÍH fyrir nokkrum árum og hafa starfað saman að
margvíslegum verkefnum.
Almennt miðaverð er 3.500 kr.
Nemendur og eldri borgarar geta keypt miða á 2.000 kr. í miðasölu Hörpu.