FÖSTUDAGUR
7. MAÍ » 18:00
Föstudagsröðin: Kyrrð og Ró – Sinfóníuhljómsveit Ísland
Sinfóníuhljómsveit Íslands
EFNISSKRÁ
Richard Strauss Sextett
úr óperunni Capriccio
Anna Þorvaldsdóttir Ró
Richard Strauss Tod
und Verklärung
HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Stefan
Solyom
KVARTETT
Strokkvartettinn
Siggi
Capriccio var síðasta ópera Richards Strauss, samin árið 1941 í miðjum hildarleik heimsstyrjaldarinnar síðari. Yrkisefnið er listin sjálf, nánar tiltekið hvort skipti meira máli í óperusmíði, tónarnir eða textinn. Verkið hefst á yndisfögrum strengjasextett sem hefur öðlast sjálfstætt líf og er ein merkasta kammertónsmíð þessa mikla tónskálds.
Anna Þorvaldsdóttir er í fremstu röð samtímatónskálda á heimsvísu og verk hennar eru fastagestir á efnisskrám helstu hljómsveita heims. Kammerverkið Ró varð til árið 2013 og hefur farið sigurför um heiminn. Gagnrýnandi Gramophone segir verkið búa yfir „óvenju miklu hugarafli“ og tónleikarýnir New York Times kvað það vera „ægifagurt“.
Þessum klukkustundar löngu tónleikum lýkur með stórfenglegri lýsingu Richards Strauss á hugrenningum manns á dauðastundu, þar sem öll litbrigði hljómsveitarinnar eru dregin fram eins og hans var von og vísa.
Nánar um tónleikana á vef hljómsveitarinnar.