Skip to content

Tix.is

Sena

  • 02. feb. - kl. 20:00

Miðaverð:9.990 - 19.990 kr.

Um viðburðinn

ATH: 18 ÁRA ALDURSTAKMARK

Atsuko tæklar það hvernig er að eignast vini á fullorðinsárum og blekkinguna um hjónabandið, nú þegar hún er fullþroskuð og þarf enga frekari betrumbætur.

Atsuko er uppistandari, leikkona og rithöfundur sem hefur unnið sér sess í heimi grínsins með einstökum stíl og skemmtilegum sögum. Hið virta tímarit Variety tilnefndi hana árið 2022 sem eina af “Top 10 Comics to Watch,” og hún var önnur asísk-ameríska konan til að vera með uppistands sérþátt á HBO. Hún hefur komið fram í fjölmörgum sjónvarpsþáttum, þar á meðal The Late Show with Stephen Colbert, Jimmy Kimmel Live, The Late Late Show with James Corden, Comedy Central Presents, og Netflix is a Joke.

Atsuko er þekkt fyrir að nota persónulega reynslu sína og menningu í sýningum sínum, sem gerir þær bæði bráðfyndnar og innihaldsríkar. Ekki missa af tækifærinu til að sjá þessa áhugaverðu listakonu á sviði í fyrsta skipti á Íslandi!

MIÐAVERÐ:
Almennt:      9.990 kr. (öll laus sæti í boði)
VIP M&G:    19.990 kr. (öll laus sæti í boði)*
* Haft verður samband við VIP kaupendur fyrir sýninguna með upplýsingar um hvernig Meet & Greet fer fram.

ÆVIÁGRIP ATSUKO
Atsuko Okatsuka er alþjóðleg leikkona og uppistandari og nýi sérþáttur hennar sem beðið er með eftirvæntingu verður frumsýndur árið 2025 á Hulu og Disney+. Þessi sýning fylgir eftir velgengni frumraunarinnar, THE INTRUDER (HBO), sem var útnefndur „Besti sérþáttur ársins 2022“ af New York Times og einn af „Besta sérþáttum ársins 2022“ af Vulture og Variety. Atsuko lagði af stað með FULL GROWN-túrinn sinn í uppseld hús um allan heim, með yfir 200 sýningum í meira en 100 borgum, 20 löndum, 4 heimsálfum og yfir 100.000 seldum miðum. Fjölmargar klippur úr THE INTRUDER fóru á flug á netinu og hafa fengið yfir 100 milljón áhorf á samfélagsmiðlum.

Fyrir utan uppistand feril sinn hefur Atsuko leikið í tveimur kvikmyndum sem voru frumsýndar á Tribeca kvikmyndahátíðinni: ALL THAT WE LOVE í leikstjórn Yen Tan og GROUP THERAPY í leikstjórn Neil Berkely, framleidd af Hartbeat Productions, fyrirtæki Kevin Hart. Hún lauk einnig tökum á gamanmyndinni OUTCOME með Jonah Hill og Keanu Reeves í aðalhlutverkum sem er væntanlega á Apple+.

Smitandi gleði og “viral” uppátæki Atsuko hafa gert hana að alþjóðlegri stjörnu. Þegar hún var á túr á Filippseyjum, varð myndbandi af henni að aka Jeepney fréttaefni. Hún er ekki óvön því að gera myndbönd sem slá í gegn en eitt þeirra kynnti hún á The Unforgettable Gala og hefur fengið yfir 100 milljón áhorf, í einu myndbandi hjálpar hún pari að byrja aftur saman á á miðri sýningu í San Francisco og frægt er þegar hún kom af stað #DropChallenge, sem kom lagi Beyonce, Partition, aftur á vinsældalista. Atsuko skilur alltaf eftir sig djúp áhrif hvert sem hún fer og oft mæta aðdáendur til leiks með hárkollur sem líkja eftir hennar klippingu.

Atsuko hlaut Gracie verðlaunin 2023 fyrir „Besta sérþáttinn“ fyrir THE INTRUDER og var tilnefnd sem „Besti grínistinn“ af Wowie Awards. Hún var nefnd ein af 10 grínistum Variety til að fylgjast með árið 2022 og frumraun hennar í late-night sjónvarpi var í THE LATE LATE SHOW WITH JAMES CORDEN, þar sem Vulture fullyrti að hún hefði „unnið late-night uppistandið“.

Hún hefur að auki komið fram í HISTORY OF THE WORLD PT. II (Hulu), ROOM 104 (HBO) og THE SHOW NEXT DOOR WITH RANDALL PARK (ROKU+). Atsuko var nýlega í THIS AMERICAN LIFE með Ira Glass, þar sem hún sagði frá því hvernig hún kom til Bandaríkjanna með ömmu sinni, sem ól hana upp, en saman bjuggu þær til #DropChallenge, sem hefur fengið yfir 10 milljón áhorf. Sérsakt uppeldi Atsuko hefur mótað hennar listræna og þrautseiga karakter, sem skín í gegn á sviðinu og í hárgreiðslunni.

Hún hefur gert alþjóðlegar auglýsingaherferðir með Apple, Amazon Prime, Genesis, Kind Bar, Secret Deodorant, Kikori Whiskey og fleiri. Með nýja sýningunni sinni gengur Okatsuka til liðs við „Hularious“ grínmerkið, ásamt öðrum þekktum grínistum, þar á meðal Jim Gaffigan, Bill Burr, Roy Wood Jr. og Ilana Glazer.

Umsjón: Sena Live