ÖRFÁ SÆTI AFTUR Í SÖLU. FYRSTIR KOMA, FYRSTIR FÁ!
Daniel Sloss er orðinn góðkunnugur Íslendingum og kemur nú í fimmta sinn með glænýja sýningu, CAN’T, í Háskólabíó 11. janúar.
Daníel ber ábyrgð á byltingarkenndu sýningunum HUBRiS (stærsti sóló uppistandstúr heims og fimmta mest seldi viðburður heims 2021) og X (300 sýningar yfir 17 mánuði um allan heim). Uppistandið X er fáanlegt á HBO og var fyrsta breska uppistandssýningin sem frumsýnd var í bíóhúsum í Bretlandi.
Daniel gaf út sína fyrstu bók, Everyone You Hate is Going to Die, árið 2021 og uppistandssýningarnar hans DARK og Jigsaw eru vinsælar á Netflix í 190 löndum á 26 tungumálum. Jigsaw er talið bera ábyrgð á 200.000 sambandsslitum og 300 skilnuðum á heimsvísu (aðdáendur ganga jafnvel svo langt að koma með skilnaðarpappírana á sýningar og fá áritun frá Daniel á þá.)
Daniel Sloss hefur selt upp off-Broadway sýningar í New York sjö sinnum, komið fram á Conan 10 sinnum, slegið öll met á Edinburgh Festival Fringe og heimsótt 53 lönd.
Sérstakur gestur: Kai Humphries*
*Sérstakur gestur er óstaðfestur og gæti breyst á seinustu stundu
ATH: Sýningin hefst stundvíslega á þeim tíma sem tilgreindur er og ekki er hægt að tryggja inngöngu eftir þann tíma. Það er skilyrði að miðahafar samþykki að taka hvorki myndir né video eða streyma sýningunni. Ekki fyrr viðkvæma eða börn.
Umsjón: Sena Live