Söngkonan Jóhanna Guðrún heldur Þorláksmessutónleika í Fríkirkjunni, fimmtudaginn 23. desember.
Með Jóhönnu verður Ingvar Alfreðsson.
Jóhanna og Ingvar ætla að skapa notalega jólastemmningu og flytja sín uppáhalds jólalög í fallegum útsetningum fyrir píanó og söng í einni fallegustu kirkju landsins. Óhætt er að lofa einstakri kvöldstund í Fríkirkjunni á Þorláksmessu.
Athugið: Takmarkað magn miða í boði og ekki er hægt að halda aukatónleika.